Erlent

Írar greiða atkvæði um hjónabönd samkynhneigðra

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mikill meirihluti styður breytinguna, samkvæmt skoðanakönnunum.
Mikill meirihluti styður breytinguna, samkvæmt skoðanakönnunum. Vísir/AFP
Írar greiða í dag atkvæði um hvort heimila eigi hjónabönd samkynhneigðra. Nýlegar kannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluta kjósenda styðji breytinguna, eða um 70 prósent.

Kosningin snýst um að bæta við setningu í stjórnarskrár landsins þar sem hjónaband geti verið á milli tveggja einstaklinga án tillits til kyns.

Stuðningsmenn breytinganna telja þó að mjótt verði á mununum þar sem yngra fólk, sem er ólíklegra til að mæta á kjörstað, er mun jákvæðara fyrir breytingunum en þeir sem eldri eru, sem eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×