Erlent

Íranskur sjónvarpsstjóri skotinn til bana í Istanbúl

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Istanbúl þar sem íranskur sjónvarpsstjóri var myrtur í gærkvöldi.
Frá Istanbúl þar sem íranskur sjónvarpsstjóri var myrtur í gærkvöldi. Vísir/Getty
Vopnaðir menn skutu Saeed Karimian, stofnanda og stjórnarformann íranskrar sjónvarpsstöðvar, til bana í Istanbúl í gærkvöldi ásamt viðskiptafélaga hans frá Kúvaít. Karimian var dæmdur í sex ára fangelsi í Íran fyrir að dreifa áróðri gegn landinu að honum fjarstöddum.

Karimian, stofnandi Gem TV, var skotinn til bana í Maslak-hverfinu í Istanbúl. Vitni segja að byssumennirnir hafi verið grímuklæddir. Skutu þeir á bíl sem Karimian og viðskiptafélagi hans voru í. Karimian lést á staðnum en viðskiptafélaginn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Bíll sem byssumennirnir eru taldir hafa verið á fannst síðar brunninn til kaldra kola.

Gem TV talsetur vestræna og aðra erlenda þætti á persnesku og sendir út í Íran. Þarlend stjórnvöld hafa deilt á stöðina fyrir að senda út efni sem þau telja að stríði gegn íslömskum gildum og dreifi vestrænni menningu.

BBC hefur eftir ættingjum Karimian að írönsk stjórnvöld hafi hótað honum undanfarna þrjá mánuði. Af þeim sökum hafi hann ætlað að flytja til London frá Istanbúl. Heimildir BBC innan tyrkneska stjórnkerfisins herma aftur á móti að Karimian gætu hafa verið myrtur vegna viðskipta eða glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×