ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:53

Hundrađ kílóa gullpeningi rćnt

FRÉTTIR

Íran festir kaup á 118 Airbus-ţotum

 
Erlent
23:22 28. JANÚAR 2016
Forseti Íran skrifađi í dag undir risasamning viđ Airbus sem gerir flugfélögum ţar í landi kleyft ađ endurnýja aldrađan flugflota sinn.
Forseti Íran skrifađi í dag undir risasamning viđ Airbus sem gerir flugfélögum ţar í landi kleyft ađ endurnýja aldrađan flugflota sinn. VÍSIR/AFP

Írönsk yfirvöld skrifuðu í dag undir samning um að kaupa allt að 118 Airbus-þotur fyrir 25 milljarða dollara. Samningurinn er einn sá stærsti síðan viðskiptaþvingunum á Íran var aflétt fyrr í mánuðinum.

Forseti Íran, Hassan Rouhani, skrifaðu undir samninginn í dag en hann er staddur þar í opinberri heimsókn í Frakklandi. Íran pantaði 73 breiðþotur, þar með talið tólf A380-breiðþotur sem eru stærstu farþegaþoturnar á markaðinum í dag. Íran mun einnig kaupa 45 minni þotur.

Sjá einnig: Íranir horfa fram á betri tíð

Samningurinn er mikil búbót fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus sem hefur átt í erfiðleikum með að sannfæra flugfélög um að kaupa Airbus A380 risaþoturnar undanfarin tvö ár.

Yfirvöld í Íran hafa einnig hug á því að kaupa flugvélar frá Boeing. Talsverð þörf er á endurnýjun flugflota Írans en vegna viðskiptaþvinganna undanfarin ár hefur það reynst ómögulegt. Vestræn fyrirtæki hafa ekki mátt selja flugvélar né varahluti til Íran fyrr en nú.

Samgönguyfirvöld í Íran áætla að þörf sé á um 500 flugvélum á næstu árum svo endurnýja megi flotann en í Íran eru um 140 þotur sem eru 20 ára eða eldri

Sjá einnig: Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta

Iran Air flýgur þrisvar í viku til Parísar og tvisvar til London og Amsterdan. Stefnt er að því að hefja flug að nýju til Bandaríkjanna í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Fjöldi flugfélaga skoðar nú möguleikann á því að hefja að nýju flug til Írans eftir að viðskiptaþvingunum var nú aflét en nú þegar hefur Air France-KLM gefið út að félagið hyggi á flug til Teheran á næsta ári.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Íran festir kaup á 118 Airbus-ţotum
Fara efst