Erlent

Íraksstríðið sagt illa undirbúið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ole Wøhlers Olsen var héraðsstjóri í Írak í tvo og hálfan mánuð árið 2003.
Ole Wøhlers Olsen var héraðsstjóri í Írak í tvo og hálfan mánuð árið 2003. Nordicphotos/AFP
Ole Wøhlers Olsen, danskur sendiherra sem var héraðsstjóri í Írak um stutt skeið árið 2003, kennir lélegum undirbúningi, skipulagsleysi og stirðum samskiptum innan hernámsliðsins um að uppbygging þar í landi fór illilega úrskeiðis.

Hann kom til Basra í lok apríl árið 2003, þremur vikum eftir að innrás Bandaríkjanna, Breta og bandamanna þeirra hófst. Hann var gerður að héraðsstjóra í suðausturhluta landsins og átti að sjá þar um uppbyggingarstarf.

Olsen hefur lítið viljað tjá sig um þetta opinberlega þangað til breska Chilcott-nefndin skilaði nýverið af sér ítarlegri skýrslu um aðild Breta að Íraksstríðinu.

Þar kemur fram að bæði Bretar og Bandaríkjamenn hefi verið óánægðir með störf Olsens. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×