Erlent

Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS

Atli Ísleifsson skrifar
Írakskar öryggissveitir náðu aftur borginni Kirkuk úr höndum ISIS-liða í gær.
Írakskar öryggissveitir náðu aftur borginni Kirkuk úr höndum ISIS-liða í gær. Vísir/AFP
Írakskar öryggissveitir hafa aftur náð borginni Rutba í vesturhluta Íraks úr höndum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS.

Talsmaður írakskra stjórnvalda greinir frá þessu.

ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita sem einbeita sér nú að ná aftur valdi á milljónaborginni Mosul sem ISIS-liðar hafa ráðið yfir frá júní 2014.

Írakskar öryggissveitir náðu aftur borginni Kirkuk úr höndum ISIS-liða í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×