Erlent

Írakskar öryggissveitir komnar inn í Mosúl

Atli Ísleifsson skrifar
Sókn írakskra öryggissveita og hersveita Kúrda hófst þann 17. október.
Sókn írakskra öryggissveita og hersveita Kúrda hófst þann 17. október. Vísir/AFP
Írakskar öryggissveitir héldu inn í Karama-hverfi í austurhluta Mosúl-borgar í morgun. Reuters greinir frá þessu.

Sveitirnar hafa náð yfirráðum í smábæjum í kringum milljónaborginna Mosúl en þetta er fyrsta sinn sem þeir halda inn í eitt hverfa Mosúlborgar frá því að aðgerðir gegn ISIS hófust fyrir rúmum tveimur vikum.

Stefnt er að því að ná Mosúl aftur úr höndum ISIS sem náði borginni á sitt vald í júní 2014, en sókn írakskra öryggissveita og hersveita Kúrda hófst þann 17. október síðastliðinn.

„Þeir eru komnir inn í Mosúl,“ segir hershöfðinginn Wissam Araji í samtali við Reuters. „Þeir berjast nú í al-Karama hverfi.“

Um 1,5 milljón manna búa í Mosúl en talið er að um fimm þúsund ISIS-liðar hafist við í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×