Erlent

Íraksher sækir hart að Tikrit

Atli ísleifsson skrifar
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma hjálpargögnum til nauðstaddra.
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma hjálpargögnum til nauðstaddra. Vísir/AFP
Um 28 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að Íraksher hóf sókn sína að borginni Tíkrít sem er nú undir yfirráðum liðsmanna ISIS.

Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að flestir íbúanna hafi flúið til borgarinnar Samarra, en fjölmargir séu nú fastir á eftirlitsstöðvum hersins.

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma hjálpargögnum til nauðstaddra.

Um 30 þúsund hermenn Írakshers og liðsmenn hersveita sjíta sækja nú hart að Tíkrít en aðgerðin hófst fyrir fjórum dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×