Handbolti

ÍR nýtti öll vítin sín á móti Lárusi - sex sigrar í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson.
Björgvin Hólmgeirsson. Vísir/Andri Marinó
ÍR vann öruggan sjö marka sigur á botnliði HK, 34-27, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta fyrir jóla- og HM-frí.

ÍR-ingar unnu þar með sex síðustu leiki sína fyrir jól og eru strákarnir hans Bjarni Fritzsonar nú í 2. sæti deildarinnar.

ÍR-liðið er með jafnmörg stig og topplið Vals en með lakari árangur í innbyrðisviðureignum.

Björgvin Hólmgeirsson skoraði átta mörk fyrir ÍR-liðið í þessum leik en Breiðhyltingar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10.

Lárus Helgi Ólafsson varði sjö víti í síðasta leik HK en ÍR-ingar nýttu öll vítin sín á móti honum í kvöld.

HK er áfram á botninum með aðeins fjögur stig í sextán leikjum en liðið tapaði sínum áttunda deildarleik í röð í kvöld.



ÍR - HK 34-27 (15-10)

Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 8, Jón Heiðar Gunnarsson 6, Sturla Ásgeirsson 5, Brynjar Steinarsson 4, Davíð Georgsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3, Eggert Jóhannsson 2, Arnar Birkir Hálfdánsson 2, Ingi Rafn Róbertsson 1.

Mörk HK: Andri Þór Helgason 7, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Björn Þórsson Björnsson 3, Garðar Svansson 3, Guðni már Kristinsson 3, Aron Gauti Óskarsson 2, Valdimar Sigurðssson 2, Leó Snær Pétursson 1, Bjarki Finnbogason 1.




Tengdar fréttir

Akureyringar safna ekki stigunum fyrir sunnan

FH vann í kvöld þriggja marka sigur á Akureyri, 26-23, í sextándu umferð Olís-deildar karla í handbolta en þetta var síðasti leikur liðanna fyrir jóla- og HM-frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×