ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 10:21

Kynntu einstaklega hreyfanlegt vélmenni

VIĐSKIPTI

ÍR-ingar ţurfa ađ halda sér í deildinni án bandarísks leikmanns

 
Körfubolti
13:12 25. FEBRÚAR 2016
Jonathan Mitchell er kominn í sumarfrí.
Jonathan Mitchell er kominn í sumarfrí. VÍSIR/ANTON

Hrakfallatímabil Jonathan Mitchell er á enda en bandaríski miðherji ÍR-inga mun ekki taka þátt í fjórum síðustu leikjum ÍR-liðsins í Domino´s deild karla í körfubolta vegna veikinda.

Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þessar slæmu fréttir í samtali við Karfan.is í dag.

Mitchell fékk slæma lungnabólgu á dögunum og var hann þegar búinn að missa úr einn leik sem var á móti Njarðvík í síðustu viku. ÍR-ingar voru nálægt sigri í þeim leik en munu sakna mikið stigahæsta og frákastahæsta leikmanns liðsins.

Mitchell var þegar búinn að missa af fjórum deildarleikjum á tímabilinu en fyrr í vetur gat hann ekki spilað með ÍR í fjórum leikjum eftir að hafa fengið blóðtappa í annan fótinn.

Jonathan Mitchell er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26,4 stig í leik og þá er hann áttundi í fráköstum með 11,1 frákast í leik. Það eru líka aðeins tveir leikmenn sem eru með hærra framlag að meðaltali.

ÍR hefur aðeins unnið 1 af 4 leikjum sínum án Jonathan Mitchell í vetur og sá sigur kom á móti Stjörnunni 29. október. Hinir fjórir sigrar liðsins hafa komið með Mitchell innanborðs.

ÍR mætir Hetti á Egilsstöðum í kvöld en Höttur er sex stigum á eftir ÍR þegar fjórar umferðir og átta stig eru eftir í pottinum. Höttur verður að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á því að ná ÍR og halda sér í deildinni. Tap þýðir fall úr deildinni.  

Hattarliðið hélt sér á lífi með því að vinna FSU í síðustu umferð en liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu og var hársbreidd frá því að vinna bæði Tindastól (81-84), Keflavík (66-69) og Snæfell (89-90) en liðið tapaði þessum þremur leikjum með samtals sjö stigum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / ÍR-ingar ţurfa ađ halda sér í deildinni án bandarísks leikmanns
Fara efst