Handbolti

ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Fritzson og félagar eru komnir aftur upp í Olís-deildina.
Bjarni Fritzson og félagar eru komnir aftur upp í Olís-deildina. vísir/stefán
ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru.

Þetta var ljóst eftir stórsigur ÍR á Þrótti, 32-19, í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni í Austurberginu í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-10, ÍR í vil.

ÍR leikur því í Olís-deildinni á næsta tímabili, að því gefnu að liðum í deildinni verði fjölgað úr 10 í 12. Yfirgnæfandi líkur eru á því að svo verði.

ÍR og KR mætast í úrslitum umspilsins á næstu dögum.

Mörk ÍR: Daníel Ingi Guðmundsson 8, Aron Örn Ægisson 5, Eggert Sveinn Jóhannsson 5, Jón Kristinn Björgvinsson 3, Davíð Georgsson 3, Halldór Logi Árnason 3, Bjarni Fritzson 1, Sveinn Andri Sveinsson 1, Ingólfur Þorgeirsson 1, Úlfur Kjartansson 1, Valþór Atli Guðrúnarson 1.

Mörk Þróttar: Styrmir Sigurðarson 5, Aron Jóhannsson 4, Jón Hjálmarsson 4, Þröstur Bjarkason 2, Leifur Óskarsson 1, Aron Heiðar Guðmundsson 1, Óttar Filipp 1, Magnús Öder Einarsson 1, Viktor Jóhannsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×