Viðskipti innlent

iPhone-æði á Laugaveginum: Seldu rúmlega hundrað síma á klukkutíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörður Ágústsson var að vonum sáttur með kvöldið.
Hörður Ágústsson var að vonum sáttur með kvöldið. visir
„Ég svaf í svona klukkutíma í nótt,“ segir Hörður Ágústsson, eigandi Macland á Laugaveginum.

Macland opnaði verslun sína að klukkan 23:59 í gærkvöldi vegna sölu á Iphone 6 og Iphone 6 plus.

„Þegar mest lét voru svona hundrað manns í röð hér fyrir utan búðina og allir í virkilega góðu skapi. Við vorum bara með opið til rúmlega eitt í nótt því við vildum ekki þreyta starfsfólk okkar of mikið. Við bjuggumst ekki við svona rosalegri mætingu og þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld.“

Hörður segir að stemmningin hafi verið frábær á Laugaveginum í gær og allir gestir Maclands hafi verið í góðum gír.

„Við fengum rúmlega tvö hundruð síma og helmingurinn af þeim fór í gærkvöldi á einni klukkustund. Við hjá Macland höfum aldrei verið það stórir á markaðnum hér á landi og því kom þetta skemmtilega á óvart.“

Hörður segir að röð hafi aftur myndast rétt fyrir opnun í morgun.

visir
visir
visir
visir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×