Innlent

iPad-væðing í Reykjanesbæ

Freyr Bjarnason skrifar
Félagsleg staða nemenda jafnast með iPad-væðingunni.
Félagsleg staða nemenda jafnast með iPad-væðingunni. Mynd/Óskar Andri
Reykjanesbær ætlar sér að iPadvæða kennslu á öllu unglingastigi í skólum bæjarins. Það er gert í þremur þrepum. Einn árgangur í hverjum skóla hefur þegar fengið iPad til notkunar í námi sínu.

Að sögn Haraldar Axels Einarssonar, aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla, minnkar kostnaður heimilanna um 8 til 10 þúsund krónur við þetta.

Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að þar sem allir fái afhenta iPadana til persónulegrar notkunar, jafni það félagslega stöðu nemenda. Með þessu hafa allir nemendur jöfn tækifæri til að kynna sér og nota hina nýju tækni, ekki bara þau börn sem koma frá efnameiri heimilunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×