Viðskipti erlent

iPad Mini kynnt í beinni útsendingu

Áhugasamir geta fylgst með kynningunni í beinni útsendingu á heimasíðu Apple.
Áhugasamir geta fylgst með kynningunni í beinni útsendingu á heimasíðu Apple. MYND/APPLE
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, mun stíga á svið í San Jose klukkan fimm í dag og kynna nýja og minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni.

Áhugasamir geta fylgst með kynningunni í beinni útsendingu á heimasíðu Apple.

Einnig er orðrómur á kreiki um að Apple muni svipta hulunni nýrri MacBook Pro fartölvu. Skjár tölvunnar verður að öllum líkindum 13 tommur og með afar háa upplausn. Hún verður því nýjasta vara Apple sem nýtir Retina-tæknina sem finna má í tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum Apple.

Þeir sem eru með Apple TV margmiðlunarspilara geta einnig horft á útsendinguna í beinni útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×