Erlent

Interview slær í gegn á netinu

Gunnar Valþórsson skrifar
Obama og Kim Jong Un. The Interview hefur ekki orðið til að bæta ástandi milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Obama og Kim Jong Un. The Interview hefur ekki orðið til að bæta ástandi milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. ap
Gamanmyndin the Interview er nú vinsælasta mynd allra tíma þegar litið er til sölu í gegnum netið.

Myndin vakti mikla athygli á dögunum þegar framleiðandinn Sony Pictures ákvað að hætta við að sýna myndina í kvikmyndahúsum af ótta við hryðjuverk af einhverjum toga. Myndin fjallar um tvo menn sem ferðast til Norður Kóreu með það í huga að myrða leiðtoga landsins Kim Jong-Un. Norður-Kóreumenn eru afar ósáttir með myndina og þá hafði hópur tölvuþrjóta, sem þegar höfðu gert mikinn usla á heimasvæðum Sony Pictures, varað fólk við því að fara á myndina í bíó.

En, á aðfangadag ákvað Sony að gefa myndina út á Netinu og á fyrstu fjórum dögunum halaði hún inn fimmtán milljónir dollara og höfðu rúmar tvær milljónir manna keypt myndina í gegnum netið, sem er met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×