Erlent

Internet Norður-Kóreu opinberað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Þrátt fyrir þá miklu leynd sem hvílir yfir einræðisríkinu Norður-Kóreu hefur bandarískum verkfræðingi tekist að komast yfir lista yfir vefsvæði landsins. Íbúum Norður-Kóreu er ekki heimilt að notast við internetið en þó er einhverjum vefsvæðum haldið uppi þar í landi.

Alls 28 vefsvæðum. Þar má finna upplýsingar fyrir ferðamenn, uppskriftir og jafnvel kvikmyndir, en að mestu er um áróður að ræða.

Listinn yfir vefsvæðin var birtur af Matthey Bryant á GitHub en hann vinnur við framleiðslu Uber appsins. Skjáskot af nokkrum síðum hafa verið birtar á Reddit. (Síðurnar eru mjög lengi að hlaðast, en það er mikil umferð inn á þær)

Þetta eru ekki einu síðurnar sem þeir íbúar Norður-Kóreu sem hafa netaðgang geta skoðað. Samkævmt TechCrunch gefur listinn þó góða mynd af þeim fáu síðum sem eru reknar innan Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×