Enski boltinn

Inter lánar varnarmann til Hull

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ranocchia hefur leikið 21 landsleik fyrir Ítalíu.
Ranocchia hefur leikið 21 landsleik fyrir Ítalíu. vísir/getty
Hull City hefur fengið varnarmanninn Andrea Ranocchia á láni frá Inter út tímabilið.

Ranocchia, sem er 28 ára, hefur verið í herbúðum Inter frá 2010. Á þeim tíma hefur hann verið lánaður til Genoa, Sampdoria og nú Hull.

Ranocchia var um tíma fyrirliði Inter og var valinn í lið ársins á Ítalíu tímabilið 2010-11. Hann hefur leikið 21 landsleik fyrir Ítalíu

Ranocchia er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Hull í janúarglugganum. Áður voru framherjinn Oumar Niasse, miðjumaðurinn Evandro, kantmaðurinn Lazar Markovic og bakvörðurinn Omar Elabdellaoui komnir til liðsins.

Næsti leikur Hull er gegn Manchester United á Old Trafford á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×