Fótbolti

Inter gerði Juventus mikinn greiða

Leikmenn Inter fagna.
Leikmenn Inter fagna. vísir/getty
Inter gerði Juventus greiða í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið vann Napoli 2-0 í 33. umferð deildarinnar í dag.

Napoli gat minnkað forskot Juventus í þrjú stig, þrátt fyrir að Juventus hafi átt leik til góða, en Inter kom í veg fyrir það og eru nú Juventus, meistararnir frá því í fyrra, með pálmann í höndunum.

Mauro Icardo kom Inter yfir á fjórðu mínútu og Marcelo Brozovic tvöfaldaði svo forystuna á 44. mínútu eftir frábæra sókn. Þannig enduðu leikar, en Napoli náði ekki að troða inn marki á Giuseppe Meazza.

Inter er í fjórða sætinu með 61 stig, í umspilssæti um Meistaradildina, en Napoli er eins og áður segir í öðru sætinu með 70 stig.

Tveir aðrir leikir voru á dagskrá. Bologna tapaði á heimavelli fyrir Torino, 0-1, og Carpi skellti Genoa á heimavelli, 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×