Ferðalög

Instagram myndirnar úr AsíAfríku ferðinni

Myndirnar úr heimsreisu Frosta og Didda eru litríkar og spennandi.
Myndirnar úr heimsreisu Frosta og Didda eru litríkar og spennandi.

Eftir vel heppnað sex vikna ferðalag um þrjár heimsálfur og níu lönd er áhugavert að líta yfir farinn veg og skoða skemmtilegar ljósmyndir.

Allar myndirnar hér að neðan eru teknar á LG G3 farsíma og fengnar að láni af instagram síðum Frosta og Didda sem fóru í heimsreisu í haust og komu heim í síðasta mánuði.

Indland, Suður-Afríka, Kenía, Tæland, Malasía, Indónesía, Filippseyjar og Japan eru auðvitað ekkert lítill biti til að taka á jafn stuttu tímabili og sex vikum en fyrir vikið eru myndirnar skemmtilega fjölbreyttar og hrikalega spennandi. Sjón er sögu ríkari.

Mannlífið á Indlandi er skemmtilega öðruvísi en það sem við eigum að venjast hér á Íslandi.

Dæmigert stræti stórborgar. Nýja Delí í allri sinni dýrð.

Frosti lærði þá göfugu list að temja kóbraslöngur.

Mikil gleði og mikil hamingja.

Indverski fíllinn er vinaleg skepna.

Taj Mahal hefur lengi verið kallað eitt af sjö undrum veraldar og það ekki að ástæðulausu.

Einhverjir kunna að spyrja sig, hvað er eiginlega í gangi hér?

Íslendingum er alls staðar vel tekið. Hér erum við komnir til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku.

Tveir svalir snillingar í Soweto hverfinu í Jóhannesarborg.

Krakkarnir í Soweto voru forvitin og ánægð að hitta skrýtna gesti frá Íslandi.

Þá var haldið af stað í Kruger Park. Stærsta þjóðgarð Suður-Afríku.

Við mættum ýmsum kynlegum skepnum í safaríinu um Kruger Park.

Fílarnir í Afríku mældu okkur út og hleyptu okkur svo framhjá.

Efnilegur fílahvíslari að störfum í Glen afric.

Næst var haldið til Bangkok á Tælandi.

Draugaturninn er skýjakljúfur sem hefur staðið mannlaus síðan á tíunda áratug síðustu aldar.

Við rákumst á tælenskan tvífara og sálufélaga Frosta í Bangkok.

Næsta stopp var eyjan Koh Tao sem er sannkölluð köfunarparadís í Suður Tælandi.

Það er ekkert lítið fallegt þarna suðurfrá.

Hitinn á Balí var allt að því óbærilegur en samt ekkert til að kvarta yfir.

Vinalegt liðið í Indónesíu.

Alltaf gaman í sörfskólanum á Balí.

Brimbrettaíþróttin heillar.

Menn voru strax farnir að sýna mikla hæfileika í sörfinu.

Þessi er tekin út um hótel gluggan í Kúala Lúmpúr. Petrónas turnarnir í allri sinni dýrð.

Það fyrsta sem gert var í Japan var að stoppa á góðum núðlustað.

Það er eitthvað mjög töff við Tókýó.

Já hvað er eiginlega í gangi. Þessi er tekin á róbota sýningu í Tókýó.

Þröngt mega sáttir standa. Lestarkerfið í Tókýó nýtist fólkinu vel.

Já þetta var hrikalega gaman.








×