Lífið

Innlit í skápana hjá minimalistanum Margréti Björk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Björk endurskipulagði lífið sitt í kringum þennan skemmtilega lífstíl.
Margrét Björk endurskipulagði lífið sitt í kringum þennan skemmtilega lífstíl.
Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir var orðin þreytt á endalausu drasli og allt of miklum tíma sem fór í að taka til dót og föt sem hún hafði í raun engin not fyrir.

Hún kynnti sér tækni og kenningar hinnar japönsku Marie Kondo sem slegið hefur í gegn um allan heim með bókum sínum, fyrirlestrum og myndböndum þar sem hún kennir hvernig best sé að einfalda lífið með því að losa sig við óþarfa.

Margrét kann einnig að brjóta saman föt með skemmtilegri aðferð. Svokölluð KonMari aðferð en Margrét heldur úti heimasíðu en Vala Matt leit inn til Margrétar í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og kíkti í skápana hjá henni þar sem hún hefur reynt að fækka hlutum og fötum þannig að lífið verði einfaldara og betra.

Og það hefur svo sannarlega tekist, því allir í fjölskyldunni eru hamingjusamari fyrir vikið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×