Viðskipti innlent

Innlendir aðilar hagnast vel á fjárfestingaleið Seðlabankans

Innlendir aðilar voru að baki verulegum hluta fjárfestinga samkvæmt fjárfestingaleið Seðlabankans á síðasta ári. Er það á skjön við upphaflegan tilgang þessarar leiðar.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samanlagt hafi fjárfesting eftir leiðinni numið 79 milljörðum króna. Af þeirri upphæð komu innlendir aðilar með 34 milljarða króna eða 43%. Þetta samsvarar 170 milljónum evra sem þeir seldu á mun hagstæðara gengi en aðrir innlendir seljendur gjaldeyris.

Greining segir að vangaveltur hennar um óæskilegar aukaverkanir af þessari leið hafi því ekki verið fjarri raunveruleikanum. Leiðin átti að nýtast erlendum fjárfestum fyrst og fremst en ekki innlendum.

Þannig geti hún beint gjaldeyri sem annars hefði farið um hefðbundinn gjaldeyrismarkað í útboðin," segir í Morgunkorninu.

„Þeir innlendu aðilar, og raunar einnig hérlend fyrirtæki í erlendri eigu, sem nýta sér útboðin með þessum hætti njóta svo ákveðins forskots, hvort sem það forskot snýr að því að geta í raun keypt fasteignir á afslætti eða njóta hagstæðari fjármögnunar á fjárfestingum en samkeppnisaðilar.

Þar að auki kann þá minna gjaldeyrisinnflæði á venjulegum markaði af þessum sökum væntanlega að leiða til til lægra gengis krónu en ella. Nýjar tölur Seðlabankans eru til marks um að þessar vangaveltur hafi ekki verið fjarri veruleikanum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×