Viðskipti innlent

Innkölluð stoðmjólk ekki skaðleg

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svokallaðar fríar fitusýrur ollu því að mjólkin varð vond á bragðið.
Svokallaðar fríar fitusýrur ollu því að mjólkin varð vond á bragðið. vísir/stefán
Matvælastofnun hefur fengið niðurstöður úr rannsókn MS á framleiðslulotu stoðmjólkur sem innkölluð var í síðustu viku. Niðurstöður gefa ekki til kynna að stoðmjólkin hafi verið skaðleg þeim börnum sem innbyrtu hana.

Í lotunni mældist veruleg hækkun á svokölluðum fríum fitusýrum. Þær losna úr fitu vörunnar og geta orsakað vont bragð í mjólkinni. Ekki greindust sjúkdómsvaldandi örverur í mjólkinni og ekki er tilefni til að ætla að stoðmjólkin hafi verið skaðleg þeim börnum sem innbyrtu hana. Matvælastofnun barst ein tilkynning þar sem talið var að rekja mætti veikindi barns til neyslu stoðmjólkur úr áðurnefndri framleiðslulotu.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að stofnunin mun fylgjast áfram með rannsókninni en beðið er frekari niðurstaðna úr sýnum sem send voru erlendis til rannsóknar. Gefi þær tilefni til að endurskoða ofangreindar niðurstöður mun Matvælastofnun upplýsa frekar um málið.


Tengdar fréttir

MS innkallar Stoðmjólk

Ástæða innköllunarinnar er að þessi framleiðslulota vörunnar standist ekki bragðkröfur þegar á geymsluþolið líður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×