Innlent

Innkaupalisti á 1,7 milljónir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Siglufjörður er í Fjallabyggð.
Siglufjörður er í Fjallabyggð. vísir/pjetur
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hvetur bæjaryfirvöld til að skoða hvort setja megi fé í ritfangakaup grunnskólabarna.

Fræðslunefndi vísar í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu og í hvatningu frá Velferðarvaktinni um sama mál.

„Miðað við innkaupalista sem Grunnskóli Fjallabyggðar gefur út og verð á ritföngum sem Heimkaup birta á sinni heimasíðu og að því gefnu að allir nemendur kaupi allt sem er á innkaupalistanum yrði kostnaður sveitarfélagsins rúmar 1,7 milljónir króna,“ bendir fræðslunefndin á. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×