Innlent

Innkalla Splass-rúðuvökva vegna galla við framleiðslu

Atli Ísleifsson skrifar
Vökvinn frýs við -8 gráður í stað -18, eins og gert var ráð fyrir.
Vökvinn frýs við -8 gráður í stað -18, eins og gert var ráð fyrir. Mynd/Splass
Bílaþvottastöðin Splass í Kópavogi hefur afturkallað Splass-rúðuvökvann -18.

Í tilkynningu frá bílaþvottastöðinni segir að varan hafi verið í sölu á tímabilinu 1.-20. nóvember, en um er að ræða galla við framleiðslu vökvans. Óhætt sé að nota vöruna, en hún frýs við -8 gráður í stað -18, eins og gert var ráð fyrir.

„Viðskiptavinir eru beðnir um að skila rúðuvökvanum í Splass, Hagasmára 2, 201 Kópavogi, gegn fullri endurgreiðslu eða skiptum á nýrri vöru. Einnig er hægt að hafa samband á netfangið splass@splass.is.“

Í tilkynningunni segir að von sé á nýrri og bættri framleiðslu af Splass-rúðuvökvanum í búðir mánudaginn 24. nóvember næstkomandi. „Forsvarsmenn Splass biðjast velvirðingar á þessum mistökum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×