Erlent

Innflytjendur á bak við flestar skotárásirnar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögregla á vettvangi í Svíþjóð.
Lögregla á vettvangi í Svíþjóð. NORDICPHOTOS/AFP
Einstaklingar af erlendum uppruna standa á bak við 90 af síðustu 100 skotárásunum í Svíþjóð.

Þetta kom fram í umfjöllun Dagens Nyheter sem vakið hefur mikla athygli. Stefnan í Svíþjóð hefur verið að greina ekki frá uppruna afbrotamanna af ótta við að kynda undir andúð á innflytjendum.

Af 53 dæmdum einstaklingum og 47 grunuðum eiga 90 foreldri sem fæðst hefur erlendis. Af þessum sömu 90 eru 45 sjálfir innflytjendur. Áttatíu prósent þessara 90 af erlendum uppruna koma frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×