Viðskipti innlent

Inneignir: Hver Íslendingur á að meðaltali tvær milljónir á bankabók

Inneignir almennings í fjármálakerfinu samsvara því að hvert einasta mannsbarn á Íslandi eigi að jafnaði 2 milljónir króna inn á bankareikningi.

Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum frá Seðlabankanum um stöðu fjármálafyrirtækja á Íslandi á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þar segir að innlán heimilanna, það er Jóns og Gunnu vestur í bæ, hafi numið samtals 622 milljörðum króna. Auðveldlega má reikna út að upphæðin samsvarar því að hver Íslendingur eigi að meðaltali rétt tæpar 2 milljónir króna inni á bankabókinni sinni.

Vitað er að hluti þjóðarinnar berst í bökkum, og hefur gert svo frá hruninu 2008.  Þetta fólk er svo blankt að það er í vanskilum með húsnæðislánin sín. Það þýðir þá á móti að væntanlega á fjöldi einstaklinga tugi eða hundruð milljóna króna á sinni bankabók.

Á móti þessu standa svo gríðarlegar skuldir. Heimilin skulda fjármálafyrirtækjum rúmlega 1.500 milljarða króna eða rétt tæpa landsframleiðslu landsins. Þetta þýðir að hvert mannsbarn á Íslandi skuldar kerfinu að meðaltali tæpar 5 milljónir króna. Þær skuldir eru að stærstum hluta húsnæðislán.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×