Innlent

Innbrot og rúðubrot í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Brotist var inn í íbúðarhús, leikskóla og verslun.
Brotist var inn í íbúðarhús, leikskóla og verslun. vísir/KTD
Lögreglan fékk tilkynningu laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi um að tveir menn væru að brjótast inn í íbúðarhús við Austurbrún í Reykjavík.

Þeir voru komnir inn þegar lögreglu bar að og lögðu þeir á flótta, en náðust skömmu síðar og eru vistaðir í fangageymslum vegna frekari rannsóknar á málinu.

Ölvaður maður gistir líka fangageymslu eftir að hafa verið handtekinn inni í verslun við Laugaveg þar sem hann hafði brotist inn í nótt. Hins vegar er annar maður sem braust inn í leikskóla seint í gærkvöldi ófundinn en sá rótaði þar um í leita að verðmætum.

Á Akureyri braut svo einhver rúðu í strætisvagnaskýli í gærkvöldi en gerandinn komst óséður undan.

Að sögn lögreglu er þetta dýrt öryggisgler og hefur þetta gerst af og til að undanförnu. Lögregla útilokar ekki að hinn sami, eða þeir sömu hafi verið þarna að verki og óskar eftir vísbendingum um  spellvirkjana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×