Innlent

Innbrot í skartgripaverslun í miðbænum

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu urðu þrisvar fyrir aðkasti borgaranna í gær og í gærkvöldi.
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu urðu þrisvar fyrir aðkasti borgaranna í gær og í gærkvöldi. vísir/ktd
Brotist var inn í skartgripaverslun í miðborginni í nótt og töluverðum verðmætum stolið þaðan, samkvæmt skeyti lögreglunnar. Af skeytinu má ráða að þjófurinn hafi komist undan, en ekkert kemur fram um andvirði þýfisins, né hvernig þjófurinn bar sig við innbrotið, en málið er sagt í rannsókn.

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu urðu þrisvar fyrir aðkasti borgaranna í gær og í gærkvöldi. Fyrst brást ökumaður ókvæða við þegar lögregla hafði afskipti af honum eftir að hann ætlaði að komast framhjá umferðartöfum með því að aka eftir gangstétt.

Síðan neitaði ölvaður maður að fara að fyrirmælum lögreglu, þegr hún ætlaði að fjarlægja hann af heimili þar sem hann var óvelkominn gestur. Þá sýndi ölvaður maður lögreglu ógnandi tilburði í gistiskýlinu, þegar til stóð að fjarlægja hann þaðan vegna óspekta. Allir eiga von á sektum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×