Innlent

Innbrot í austurbænum

Um klukkan hálf þrjú í nótt var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum í austurbænum.
Um klukkan hálf þrjú í nótt var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum í austurbænum. Vísir/GVA
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í heimahús í austurbænum nú í morgunsárið. Ekki er ljóst hvort og þá hverju hafi verið stolið og segir lögregla málið í rannsókn. Um klukkan hálf þrjú í nótt var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum í austurbænum.

Ekki náðist í þá sem ábyrgir eru og er það mál einnig í rannsókn. Og þá voru fjórir aðilar kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur en þeir köstuðu af sér vatni þar sem það er bannað.

Rétt fyrir klukkan tólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið í Breiðholti, slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn og er talið líklegast að kveikt hafi verið í bílnum sem er mikið skemmdur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×