Innlent

Innanríkisráðherra svarar Helga Hrafni: Eitt kynferðisbrot tilkynnt á Þjóðhátíð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vísir
Ólöf Nördal innanríkisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vestmananeyjum. Helgi Hrafn lagði fyrirspurnina fram þann 16. ágúst síðastliðinn.

Fyrirspurn Helga Hrafns var svohljóðandi; „Hversu margar tilkynningar um kynferðisbrot annars vegar og kærur vegna kynferðisbrota hins vegar bárust lögregluyfirvöldum í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2016?“

Í svari innanríkisráðherra segir að í tilefni af fyrirspurninni hafi ráðuneytið óskað eftir umsögn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Í umsögninni hafi komið fram að eitt kynferðisbrot, sem átti sér stað í umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um síðastliðina verslunarmannahelgi, hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda.

Þetta er í samræmi við fyrri upplýsingar sem lögreglan í Vestmannaeyjum hefur veitt varðandi brot á Þjóðhátíð í ár.

Helgi Hrafn lagði einnig fram fyrirspurn sama efnis í fyrra eftir að Páley Borgþórsdóttir, lögreglusstjóri í Vestmannaeyjum, ákvað að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á hátíðinni. Þá bárust svör ráðherra töluvert seinna, eða um miðjan október. 

Svar innanríkisráðherra má sjá í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum

Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×