Innlent

Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hvasst er í Reykjavík og eiga flugvélar erfitt með að koma til lendingar eða hefja flugtak.
Hvasst er í Reykjavík og eiga flugvélar erfitt með að koma til lendingar eða hefja flugtak. vísir/vilhelm
Flugfélag Íslands og Ernir hafa aflýst innanlandsflugi sínu í dag vegna veðurs. Hvasst er í Reykjavík og eiga flugvélar erfitt með að koma til lendingar eða hefja flugtak.

Ferðum Flugfélags Íslands til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hefur verið aflýst og þá hefur Ernir aflýst ferðum sínum til Hafnar í Hornarfirði, Húsavíkur og Vestmannaeyja. Athuga á hvort að hægt verði að fljúga klukkan 16.30 hjá Erni.

Flug Norlandair eru á áætlun en flugfélagið athafnar sig aðallega á Norðurlandi og þar er veður skaplegra en á höfuðborgarsvæðinu. Gríðarlegt vatnsviðri hefur verið á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag.

Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga.


Tengdar fréttir

Áfram varað við miklu vatnsveðri

Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×