Innlent

Innanlandsflug liggur niðri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er bæði hvasst og blautt í borginni
Það er bæði hvasst og blautt í borginni Vísir/Jói K.
Allar ferðir Flugfélags Íslands innanlands eru nú á bið vegna veðurs og þá hefur flugfélagið Ernir aflýst öllum ferðum sínum í dag. Flugfélag Íslands mun athuga um miðjan dag hvort að hægt verði að setja ferðir sína til og frá Reykjavík aftur á áætlun.

Veðurstofa Íslands hefur varað við suðaustan og sunna stormi eða roki á vestanverðu landinu og hálendinu í dag. Sérstaklega er búist verið hvössum vindstrengjum víða við fjöll, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi.

Þetta veður er til komið vegna djúprar lægðar suðvestur af landinu sem stjórnar veðrinu yfir Íslandi í dag. Veðrið mun ná hámarki í kvöld og mun draga smám saman úr vindi á morgun.


Tengdar fréttir

Stormurinn á gagnvirku korti

Veðurstofan varar við suðaustan og sunnan stormi eða roki um landið vestanvert og á hálendinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×