Innlent

Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/pjetur
Allt innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs en samkvæmt starfsmanni Flugfélags Íslands verður staðan alltaf endurmetin jafn og þétt þegar líður á daginn. 

Fyrirhugað var að fljúga frá Reykjavík til Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar í morgun en þeim ferðum var frestað. Ef veður helst óbreytt verður ekki hægt að taka á loft.

Veðurstofan og Almannavarnir vara við að vindhraði getið farið allt upp í 50 metra á sekúndu á þekktum vindasvæðum á Suður- og Vesturlandi í dag, en að mjög hvasst verði líka annarsstaðar á landinu og mikil rigning suðaustanlands.

Uppfært klukkan 11:00 - Nú verður staðan metin næst klukkan 13:15.

Uppfært klukkan 10:15 - Flugfélag Íslands mun meta stöðuna klukkan 11:15. Þangað til mun flug liggja niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×