Fótbolti

Iniesta sat á miðjum Camp Nou til hálf eitt um nóttina

Einar Sigurvinsson skrifar
Iniesta á vellinum í gærnótt.
Iniesta á vellinum í gærnótt. getty
Andres Iniesta gaf sér góðan tíma við að kveðja Camp Nou eftir að hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona, en myndir náðust að Iniesta berfættum á vellinum fram yfir miðnætti í gær.

Iniesta hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil með liðinu og var það tilfinningaþrungin stund þegar hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í gær, þar sem hann færði Lionel Messi fyrirliðabandið.

Á sínum 22 árum með Barcelona hefur spilað 675 leiki fyrir liðið og unnið 32 titla.

„Þetta hefur verið ánægða og heiður. Ég mun sakna ykkur mjög mikið. Ég kom hingað sem ungur drengur og kveð sem 34 ára maður. Ég vil þakka öllum fyrir sem vildu hafa mig áfram, þið verðir ávallt í hjarta mínu,“ sagði Iniesta, þar sem hann kvaddi stuðningsmenn Barcelona í gærkvöldi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×