Lífið

Ingó Veðurguð skemmti gestum og gangandi í Eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Þjóðhátíð var sett í gær.
Þjóðhátíð var sett í gær.
Ingó Veðurguð skemmti gestum og gangandi fyrir utan 900 Grillhús í Vestmannaeyjum í blíðskaparviðri í gærdag. Þjóðhátíð stendur nú yfir í Eyjum en hátíðin var sett í gær.

Veðrið var með ágætasta móti og má segja að sólgleraugu hafi verið staðalbúnaður á staðnum.

Tónleikar hefjast á ný fyrir utan 900 Grillhús klukkan 14 í dag, þar sem þau Högni Egilsson, Sísí Ey, Gísli Pálmi, Aron Can og DJ Margeir troða upp, en það er Nova sem stendur fyrir viðburðinum.

Sjá má myndir frá tónleikum Ingós að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×