SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Ingi Ţór: Allir einbeittir og hungrađir í ađ sćkja ţennan titil

 
Körfubolti
16:26 13. FEBRÚAR 2016
Stelpurnar hans Inga fögnuđu vel og innilega eftir leik.
Stelpurnar hans Inga fögnuđu vel og innilega eftir leik. VÍSIR/HANNA
Ingvi Ţór Sćmundsson í Laugardalshöllinni skrifar

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag.

"Snæfellshjartað skilaði þessum sigri. Gunnhildur (Gunnarsdóttir) var stórkostleg, Haiden (Palmer) var líka stórkostleg sem og liðið í heild sinni," sagði Ingi alsæll eftir leikinn.

"Ég er rosalega ánægður með vinnusemina. Við vorum í miklum vandræðum með stoppa Kanann þeirra (Whitney Frazier) og hún fékk rosalega góðar stöður undir körfur. En sem betur fer náðum við svo að loka á það," sagði Ingi sem hrósaði Grindvíkingum fyrir þeirra frammistöðu í dag.

"Ég vil hrósa Grindvíkingum, þær spiluðu virkilega vel og lögðu leikinn vel upp. En við vorum líka búnar að undirbúa okkur vel og ég vil þakka öllum sem standa að liðinu. Það voru allir rosalega einbeittir og hungraðir að sækja þennan titil."

Snæfell leiddi nær allan leikinn en Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka muninn í eitt stig, 48-47. En lengra komust þær gulu ekki. Ingi sagði að það hafi skipt sköpum að ná að standast áhlaup Grindvíkinga.

"Ég var ánægður með það. Þegar þær minnkuðu muninn í eitt stig steig Haiden upp og setti svakalega körfu. Hún steig upp í seinni hálfleik eins og Gunnhildur gerði í þeim fyrri. Þetta eru leiðtogar," sagði Ingi.

Þjálfarinn snjalli hefur nú unnið fimm stóra titla með karla- og kvennalið Snæfells síðan hann kom í Hólminn 2009. Er ekki kominn tími til að reisa gullstyttu af honum fyrir framan íþróttahúsið?

"Nei, nei. Það er ekki til nógu mikið gull, ég er svo breiður," sagði Ingi hlæjandi að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ingi Ţór: Allir einbeittir og hungrađir í ađ sćkja ţennan titil
Fara efst