Íslenski boltinn

Ingi Björn kallar Tony Knapp bensínafgreiðslumann

„Eftirminnilegasti landsleikurinn er sigurinn á Norður-Írum þar sem ég skoraði sigurmarkið. Það reyndist vera fyrsta markið sem Ísland skoraði í undankeppni HM," segir Ingi Björn Albertsson næstmarkahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.

Þrátt fyrir frábæran feril lék hann aðeins fimmtán landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Það voru ýmsar ástæður fyrir því.

Ingi Björn og Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfari, náðu ekki vel saman og það fór eðlilega ekki vel í Inga Björn þegar hann var eitt sinn settur inn af bekknum og síðan tekinn aftur af velli áður en leikurinn var búinn. Ingi Björn lét ekki bjóða sér það og hætti í landsliðinu eftir leikinn.

„Við áttum að spila annan leik 2-3 dögum seinna en ég labbaði út og gaf ekki kost á mér aftur. Enda fór svo að þessi bensínafgreiðslumaður [Tony Knapp] fór aftur í fyrri störf."

Sjá má stiklu um þetta atvik hér að ofan. Þátturinn um Inga Björn verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 á föstudag.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×