Lífið

Inga Lind stolt af dótturinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mæðgurnar Inga Lind og Matthildur.
Mæðgurnar Inga Lind og Matthildur.
Mikið var um dýrðir í bókabúð Máls og menningar þegar útgáfu viðhafnarútgáfu af ljóðabókinni Árleysi árs og alda eftir Bjarka Karlsson var fagnað.

Viðhafnarútgáfan inniheldur bæði kveðskap úr hinni vinsælu bók, Árleysi alda sem kom út í fyrra og annað eins af nýju efni. Bókin er innbundin og kemur í öskju ásamt hljóðbók og 21 lags hljómdisk með ljóðum úr bókinni. Skálmöld, Megas, Erpur og helstu óperusöngvarar landsins fara þar á kostum til dæmis.

Bókin er einnig myndskreytt en myndskreytingarnar eru eftir systurdóttur Bjarka, Matthildi Margréti Árnadóttur sem er fjórtán ára. Matthildur er dóttir sjónvarpskonunnar Ingu Lindar Karlsdóttur, systur Bjarka, og mætti Inga Lind að sjálfsögðu í útgáfuteitið til að styðja við sína kærustu.

Mæðgurnar ásamt foreldrum Ingu Lindar, Karli og Hrafnhildi.
Bjarki Karlsson les upp. Við hlið hans standa Matthildur og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og tónlistarmaður.
Það var mikið hlegið í útgáfuteitinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×