Innlent

Inflúensa í hámarki þessa dagana

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikið er um veikindi meðal landsmanna.
Mikið er um veikindi meðal landsmanna. vísir/getty
Enn fjölgar þeim sem greinast með inflúensu, sem sennilega er í hámarki þessa dagana. Alls hafa 29 greinst með staðfesta inflúensu á veirufræðifræðideild Landspítala á fyrstu átta vikum ársins. Níu hafa verið lagðir inn á gjörgæsludeild vegna inflúensu.

Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins, en þar segir að þessar tölur bendi til þess að mikið sé um inflúensu í samfélaginu.

Mikið álag er á Landspítalanum vegna inflúensu, en einnig er töluvert um veikindi af völdum annarra öndunarfæraveira. Samkvæmt upplýsingum frá sýkingavarnadeild Landspítala voru sex inniliggjandi sjúklingar með staðfesta greiningu á inflúensu í áttundu viku.

Á vef embættisins segir að á þessum fyrstu vikum ársins hafi flestir greinst með inflúensu A. Sjúklingarnir séu á öllum aldri og flestir með undirliggjandi áhættuþætti.  „Á þessu tímabili hafa níu einstaklingar verið lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítala, um helmingur þeirra með alvarleg veikindi af völdum inflúensunnar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×