Fótbolti

Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Infantino í pontu í dag.
Infantino í pontu í dag. Vísir/Getty
Gianni Infantino, 45 ára Svisslendingur, var í dag kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og fetar hann því í fótspor landa síns, Sepp Blatter.

Infantino var með víðtækan stuðning í Evrópu, þar á meðal frá KSÍ, og hafði betur í annarri umferð kosningarinnar eftir að verið með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta knattpsyrnusambands Asíu, að lokinni fyrstu umferðinni.

Infantino var hrærður þegar hann steig í pontu til að viðurkenna formlega úrslit kosningarinnar og flytja sína fyrstu ræðu sem forseti FIFA.

Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA

„Ég hef farið í ótrúlegt ferðalag og hitt marga sem elska fótbolta,“ sagði hann. „Ég vil vera forseti ykkar allra - allra 209 sambandsaðilanna.“

„Ég vil vinna með ykkur öllum saman til að byggja upp nýtt tímabil í sögu FIFA þar sem við getum sett fótboltann í forgrunn á nýjan leik.“

Sem kunnugt er hefur FIFA átt í miklum vandræðum með ímynd sína vegna víðtækra spillingamála sem upp hafa komið síðustu misserin. Infantino ætlar sér að vera maðurinn sem endurreisir trúverðugleika sambandsins.


Tengdar fréttir

Infantino kjörinn forseti FIFA

Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×