SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Llorente og Chadli á innkaupalista Swansea

SPORT

Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn

 
Fótbolti
17:17 26. FEBRÚAR 2016
Infantino í pontu í dag.
Infantino í pontu í dag. VÍSIR/GETTY

Gianni Infantino, 45 ára Svisslendingur, var í dag kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og fetar hann því í fótspor landa síns, Sepp Blatter.

Infantino var með víðtækan stuðning í Evrópu, þar á meðal frá KSÍ, og hafði betur í annarri umferð kosningarinnar eftir að verið með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta knattpsyrnusambands Asíu, að lokinni fyrstu umferðinni.

Infantino var hrærður þegar hann steig í pontu til að viðurkenna formlega úrslit kosningarinnar og flytja sína fyrstu ræðu sem forseti FIFA.

Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA

„Ég hef farið í ótrúlegt ferðalag og hitt marga sem elska fótbolta,“ sagði hann. „Ég vil vera forseti ykkar allra - allra 209 sambandsaðilanna.“

„Ég vil vinna með ykkur öllum saman til að byggja upp nýtt tímabil í sögu FIFA þar sem við getum sett fótboltann í forgrunn á nýjan leik.“

Sem kunnugt er hefur FIFA átt í miklum vandræðum með ímynd sína vegna víðtækra spillingamála sem upp hafa komið síðustu misserin. Infantino ætlar sér að vera maðurinn sem endurreisir trúverðugleika sambandsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn
Fara efst