Erlent

Indversk hjón myrt út af 26 króna skuld

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásir gegn meðlimum Dalit stéttarinnar eru algengar í Indlandi og oft á tíðum mjög ofbeldisfullar.
Árásir gegn meðlimum Dalit stéttarinnar eru algengar í Indlandi og oft á tíðum mjög ofbeldisfullar. Vísir/AFP
Maður og kona voru myrt vegna um 26 króna skuldar í norðanverðu Indlandi. Bæði voru þau myrt með exi, en maðurinn var hálshogginn. Eigandi matvöruverslunar er sagður hafa myrt þau eftir að þau sögðust þurfa frest til að greiða skuld vegna þriggja kexpakka. Þau tilheyrðu lægstu stétt Indlands.

Samkvæmt BBC voru hjónin á leið til vinnu á fimmtudaginn þegar Ashok Mishra fór fram á að þau greiddu skuldina. Þau munu hafa sagt að þau gætu borgað um kvöldið eftir að þau hefðu fengið greidd laun.



Mishra er sagður hafa öskrað á hjónin þar til þau gáfust upp og gengu fram hjá honum áleiðis til vinnu þeirra. Hann fór hins vegar aftur heim, náði í exi og réðst á manninn. Hann hjó af honum höfuðið og myrti því næst konuna.

Meðlimir Dalit stéttarinnar hafa mótmælt morðunum harðlega og hafa logað vegum í þorpinu þar sem hjónin bjuggu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×