Íslenski boltinn

Indriði Áki á leið í FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Indriði Áki í leik gegn Víkingi fyrr í sumar.
Indriði Áki í leik gegn Víkingi fyrr í sumar. vísir/stefán
Indriði Áki Þorláksson, 19 ára gamall framherji Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, er á leið frá félaginu, en þetta staðfestir hann við Vísi.

Indriði hefur ekki æft með Valsliðinu í á aðra viku, en hann hefur komið við sögu í átta leikjum Vals í Pepsi-deildinni í sumar og skorað eitt mark.

„Indriði missti af stórum hluta undirbúningstímabilsins og hefur ekki náð sér almennilega á strik í sumar. Það er því verið að skoða hvort það væri best fyrir hann fara á láni annað. Það er verið að skoða það,“ sagði MagnúsGylfason, þjálfari Vals, við Vísi 15. júlí.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, staðfestir við fótbolti.net að Indriði muni skrifa undir hjá FH, en samkvæmt heimildum Vísis kaupa FH-ingar hann af Val.

Sjálfur vildi Indriði Áki ekki staðfesta þetta við Vísi í dag, en sagði þó að FH væri inn í myndinni og það kæmi til greina að hann færi þangað.

Indriði Áki tilkynnti Valsmönnum eftir leikinn gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni 14. júlí að hann vildi yfirgefa félagið, eins og Magnús Gylfason staðfesti við íþróttadeild.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hafa FH og Fram bæði verið á höttunum eftir Indriða Áka sem hefur leikið 33 leiki í deild og bikar fyrir Val og Leikni á undanförnum þremur árum og skorað í þeim tíu mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×