Bíó og sjónvarp

Indiana Jones mun snúa aftur á hvíta tjaldið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Harrison Ford fékk hlutverk Indiana Jones árið 1981 en myndinni var leikstýrt af Steven Spielberg.
Harrison Ford fékk hlutverk Indiana Jones árið 1981 en myndinni var leikstýrt af Steven Spielberg.
Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones.

Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars.

Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×