Innlent

Illugi gerði það sem hann gat

Elimar Hauksson skrifar
Illugi bar sem kunnugt er trefil í regnbogalitunum við setningarathöfn Ólympíuleikanna
Illugi bar sem kunnugt er trefil í regnbogalitunum við setningarathöfn Ólympíuleikanna
„Illugi hitti íþróttamálaráðherra annarra Norðurlanda og gerði það sem hann hafði tækifæri til að gera til að koma mótmælum gegn mannréttindabrotum á framfæri,“ segir Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.

Ráðherrann, Illugi Gunnarsson, bar sem kunnugt er trefil í regnbogalitunum við setningarathöfn Ólympíuleikanna í Sotsjí föstudaginn 7. febrúar. Trefilinn fékk hann að gjöf frá samtökunum "78 og Hinsegin dögum í Reykjavík áður en hann hélt utan. 

Illugi sagði fulltrúunum samtakanna fyrir brottför að hann væri fyrst og fremst að fara til Rússlands til að þiggja boð á Ólympíuleika. Hann vissi ekki hvort hann myndi hitta rússneska ráðamenn. Það hafi svo komið á daginn. Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að ráðherra hefði gert það sem hann gat.

Fréttablaðið og Vísir hafa reynt að ná tali af Illuga Gunnarssyni undanfarna viku en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×