Innlent

Illfærir tengivegir í Langanesbyggð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi. vísir/pjetur
Sveitarstjórn Langanesbyggðar segir að bæta þurfi viðhald og þjónustu á héraðs- og tengivegum í sveitarfélaginu.

„Um árabil hafa umræddir vegir ekki notið fullnægjandi viðhalds og í ár hefur ekkert viðhald átt sér stað, vegna þessa eru vegir í sveitarfélaginu margir hverjir nánast ófærir akandi umferð. Sveitarstjórn bendir Vegagerðinni sem veghaldara á þá ábyrgð sem stofnunin ber samkvæmt vegalögum á ástandi vega og öryggi þeirra,“ segir í bókun meirihluta sveitarstjórnarinnar.

Minnihlutinn sat hjá.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×