Viðskipti innlent

IKEA lækkar verð á húsbúnaði

Randver Kári Randversson skrifar
IKEA gefur út nýjan vörulista í dag.
IKEA gefur út nýjan vörulista í dag. Vísir/Vilhelm
Nýr vörulisti IKEA hefur litið dagsins ljós og markar hann sem fyrr upphaf nýs rekstrarárs hjá fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að verð lækki á öllum húsbúnaði í IKEA og sé meðaltal lækkunarinnar um 5%, sem nemur tugþúsundum króna á hverja fjölskyldu í landinu miðað við viðskipti undanfarin ár.

Jafnframt kemur fram að verðbreytingar séu gerðar á öllu vöruúrvalinu einu sinni á ári hjá IKEA og undanfarin ár hafi vöruverð ýmist lækkað, hækkað eða staðið í stað. Það sé því afar ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum lægra verð á öllum húsbúnaði í ár, verð sem gildir til 15. ágúst 2015.

IKEA getur lækkað verð vegna nokkurra samverkandi þátta. Fyrst er þar að nefna sterkari krónu, sem hefur styrkst meira en búist var við, í öðru lagi aukinn stöðugleika í efnahagsmálum, þá tókust samningar um hagstæðara innkaupsverð og að lokum hefur flutningskostnaður lækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×