Viðskipti innlent

IKEA innkallar Pastaälgar

Atli Ísleifsson skrifar
IKEA segir viðskiptavini með ofnæmi fyrir soja, eða þá sem vilja sneiða hjá því af öðrum ástæðum, sé velkomið að koma með vörurnar í IKEA og fá endurgreitt.
IKEA segir viðskiptavini með ofnæmi fyrir soja, eða þá sem vilja sneiða hjá því af öðrum ástæðum, sé velkomið að koma með vörurnar í IKEA og fá endurgreitt. Mynd/IKEA
IKEA hefur ákveðið að innkalla Pastaälgar fullkorn heilhveitipasta og Pastaälgar hveitipasta sem selt hefur verið í Sænska matarhorninu í versluninni.

Í fréttatilkynningu frá IKEA segir að mögulega innihaldi vörurnar soja, sem komi ekki fram á innihaldslýsingu.

Segir að greining vörunum hafi gefið til kynna að þær innihaldi mögulega soja, sem komi ekki fram á umbúðunum. „Soja er ofnæmisvaldur og fólk með ofnæmi fyrir soja gæti fundið fyrir einkennum eftir neyslu vörunnar. Varan er fullkomlega örugg þeim sem ekki eru með sojaofnæmi.“

IKEA segir viðskiptavini með ofnæmi fyrir soja, eða þá sem vilja sneiða hjá því af öðrum ástæðum, sé velkomið að koma með vörurnar í IKEA og fá endurgreitt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×