Viðskipti innlent

IKEA innkallar barnarólur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
IKEA hvetur þá viðskiptavini sem eiga GUNGGUNG barnarólu til að taka hana tafarlaust úr notkun þar sem fyrirtækinu hefur borist tilkynningar um að festingar rólunnar standist ekki öryggiskröfur og geti valdið slysum. Fólk er því hvatt til að skila rólunni í IKEA verslunina þars em hún verður endurgreidd að fullu.

„Við þróum vörur sem eiga að efla sköpunargáfu barna og náttúrulega þörf þeirra fyrir hreyfingu. Börn hugsa ekki um öryggi þegar þau leika sér þannig að við þurfum að gera það við þróun varanna. Við höfum það að leiðarljósi hjá IKEA að selja aðeins vörur sem við myndum gefa okkar eigin börnum. Samt sem áður, þrátt fyrir ströng öryggispróf, verða okkur stundum á mistök. Þess vegna hefur verið ákveðið að innkalla GUNGGUNG róluna til að koma í veg fyrir fleiri tilvik,“ segir Cindy Andersen, viðskiptastjóri barnavara hjá IKEA, í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×