Viðskipti erlent

Ikea gerir grín að Apple

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá hið nýstárlega „tæki“, bókbók.
Hér má sjá hið nýstárlega „tæki“, bókbók. Mynd/Skjáskot
IKEA í Singapúr fór nýstarlega leið í kynningu bæklings fyrirtækisins fyrir árið 2015. Sjónvarspauglýsingin sem sjá má hér að neðan er látin líta út eins og kynning á nýju og framúrskarandi snjalltæki.

Þar segir að tækið sé ekki rafbók, né ebók, heldur bókbók. Það byggi á nýjustu snertitækni og innihaldi 380 blaðsíður í fullri háskerpu.

Margir telja að með auglýsingunni sé IKEA að gera létt grín að fyrirtækjum eins og Apple. Hér er sjón jafnvel sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×