Erlent

Íhugar að gera Palin að ráðherra mála uppgjafahermanna

Atli Ísleifsson skrifar
Sarah Palin.
Sarah Palin. Vísir/AFP
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, íhugar nú að bjóða Söruh Palin aðild að ríkisstjórn sinni með því að gera hana að ráðherra mála sem tengjast uppgjarahermönnum.

ABC News hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.

Hin 52 ára Palin gegndi embætti ríkisstjóra Alaska á árunum 2006 til 2009. Á árunum 2010 til 2015 starfaði hún á Fox sjónvarpsstöðinni og 2014 hleypti hún eigin netfréttastöð af stokkunum, The Sarah Palin Channel.

Hún var varaforsetaefni Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2008 þegar John McCain laut í lægra haldi fyrir Barack Obama.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×