Erlent

Íhuga útgáfu kynhlutlausra persónuskilríkja

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Trudeau forsætisráðherra í gleðigöngu samkynhneigðra.
Trudeau forsætisráðherra í gleðigöngu samkynhneigðra. Nordicphotos/AFP
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að nú sé verið að skoða hvort kanadíska ríkið eigi að hefja útgáfu persónuskilríkja, þar sem kynferði einstaklinga er haft ótilgreint.

Hann sagði þetta lið í sögulegri þróun samtímans í átt til réttlætis.

Trudeau skýrði frá þessu á sunnudag þegar hann, fyrstur kanadískra forsætisráðherra, tók þátt í gleðigöngu hinsegin fólks í Toronto.

Kynhlutlaus persónuskilríki hafa þegar verið leyfð í nokkrum löndum, þar á meðal í Ástralíu, Nepal og á Nýja-Sjálandi. 

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×